Saga

Oft er sagt í gamni að rafpólering hafi uppgötvast fyrir algera tilviljun. Starfsmaður hjá rafgalvaniseringarþjónustu er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og fyrir slysni ruglast á tengiskautum fyrir húðunina. Þegar stykkinu var lyft upp var það gljáandi og upp frá því fóru menn að skoða þetta nánar.

Rafhúðun á sér miklu lengri sögu en rafpóleringin en samt er þeim enn ruglað saman. Elstu heimildir um rafpóleringu má rekja til ársins 1912, til einkaleyfis sem þýska keisarastjórnin gaf út fyrir sýrulausn sem átti að skila silfruðu yfirborði. Áframhaldandi þróun átti sér stað en það var ekki fyrr en í kringum 1935 að kopar var fyrst almennilega rafpólaður. Í framhaldinu tókst að rafpólera ryðfrítt stál ásamt öðrum málmum.

Í seinni heimsstyrjöldinni og á eftirstríðsárunum varð síðan gríðarleg þróun bæði varðandi sýrublöndur og rafpóleringartæknina í tengslum við hergagnaframleiðslu. Rafpólering varð aðgengileg á almennum markaði strax eftir stríð og hefur síðan verið mikið notuð út um allan heim. Þó nokkrum fyrirtækjum var hleypt af stokkunum á þessum árum og eru einhver þeirra enn í fullum rekstri og leiðandi á þessu sviði.

Rafpólering ehf -- Stapahraun 3b, bakhús -- 220 Hafnarfjörður -- s. 6618444 -- This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. -- www.rp.is

logo

001.jpg
Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf